Hugleiðing um náttúruvernd

Hvað get ég gert til að vernda náttúruna?

Hugleiðingar grunnskólabarna

 

Taka upp rusl sem er hent í göturnar,

og ekki brjóta greinar,

og láta allt ávaxtahýði í brúna pokann.

Ekki láta vatnið renna of mikið!

Bílarnir eru að skemma loftið.

Og EKKI reykja - því heimurinn mun deyja.

Takk fyrir mig!

Anna Kristín Agnarsdóttir, 11 ára

--- o ---

1. Ég get tekið upp rusl af jörðinni.

2. Ég get ræktað fullt af trjám, blómum og fleira.

3. Ég set safnað dósum og sett í endurvinnsluna.

4. Ég beðið fólk sem reykir að hætta því.

Einar Sverrisson, 11 ára.

--- o ---

Ég ætla að vinna heiminn.

Hættu að skjóta rusli út í geiminn.

Mamma, gerðu það slökktu á bílnum.

Við getum alveg ferðast á fílnum.

Það mengar, verður okkar loft.

Og það er reykt allt of oft.

Björgum heiminum og vinnum saman.

Bára Brá Sigurðardóttir, 11 ára.

--- o ---

1. Stöðva reykingar.

2. Drepa á bílum.

3. Passa vatnið.

4. Stöðva mengun.

5. Stöðva geimfara.

Anton Freyr Gunnarsson, 11 ára.

--- o ---

Hvað er það sem eyðileggur náttúruna? - Reykingar!

Til hvers að reykja?

Hvaða gagn gerir það þér?

Það eina sem þú færð út úr því:

1. Þú eyðir peningum.

2. Þú mengar náttúruna.

3. Þú getur orðið veikur og dáið úr því.

Til hvers að hætta lífi þínu, brenna peninga og menga náttúruna

fyrir sígarettustubb sem þú kveikir strax í?

Brynja Björg Magnúsdóttir, 11 ára.

--- o ---

1. Ekki henda rusli á jörðina.

2. Passa náttúruna okkar.

3. Henda rusli í endurvinnslu.

4. Ekki kasta sígarettum á jörðina.

5. Kastið sígarettum í ruslið!

6. Ef maðurinn fer út með hundinn og hundurinn kúkar, og maðurinn tekur ekki upp þá erum við að menga náttúruna.

7. Það má EKKI kasta sígarettum í sjóinn!

Eimantas Steigvilas, 11 ára.

--- o ---

Ég fer út og sé fólk henda rusli á jörðina.

Ég geng til þeirra og bið þetta fólk um að hætta að menga náttúruna.

Ég geng lengra, um svolitla stund.

Sé fullan bensíntank sem er að renna í eina vatnið sem eftir er.

Ég hleyp og reyni að passa að tankurinn renni ekki út í vatnið.

Jóhanna Líf Sigurþórsdóttir, 11 ára.

--- o ---

Náttúran er ekki ruslatunna.

Náttúran er ekki staður til að henda rusli - við höfum ruslatunnur fyrir það.

Náttúran er staður til að vera frjáls...

og hafa gaman,

og staður fyrir dýrin.

Levi Dikriksen, 11 ára.

--- o ---

1. Ekki henda rusli á jörðina.

2. Ef þú notar bílinn þinn mikið mengar þú loftið og umhverfið, taktu frekar strætó eða labbaðu og hjólaðu.

3. Ekki reykja, það mengar náttúruna. Ef þú hendir sígarettustubbum á jörðina þá skaltu taka þá upp og reyna að halda umhverfinu þínu hreinu og ómenguðu.

Karítas Guðrún Pálsdóttir, 11 ára.

--- o ---

Heimsendir er á næsta ári

því þú reykir of mikið.

Lunga þitt er orðið að sári.

Nú fórstu yfir strikið.

Þú mátt ekki heldur henda rusli á jörðina.

Daníel Finns Matthíasson, 11 ára.

--- o ---

1. Ekki henda rusli á jörðina.

2. Ekki henda sígarettum á jörðina.

3. Ekki hella olíu á jörðina.

4. Ekki skilja eftir hundakúk á jörðinni.

Mónika Sif Gunnarsdóttir, 10 ára.

--- o ---

Ég ætla að taka upp rusl,

það er ekkert bull,

ég ætla að ná í fílinn

og líka að stoppa bílinn.

Láta fólk hætta að reykja

þá hætta þau að sleikja.

Ég ætla að hreinsa loft

og mun gera það oft.

Sævar Atli Magnússon, 11 ára.

--- o ---

1. Ekki vera að fara svona illa með náttúruna.

2. Það eru til ruslafötur.

3. Notum ruslafötur.

4. Reynið að labba oftar heldur en að fara í bíl því bílar menga

og það er hollara fyrir líkamann að labba.

5. Notið oftar rafmagnsbíla.

Guðrún Ýr Pétursdóttir, 11 ára.

--- o ---

1. Ekki henda rusli á jörðina.

2. Taka upp rusl ef þú sérð.

3. Ekki reykja fyrir framan krakka því reykingar drepa.

4. Ekki reykja, það mengar loftið og umhverfið.

Jamal Klængur Jónsson, 11 ára.

--- o ---

Einu sinni var kona sem hét Frú Endurvinnsla. Frú Endurvinnsla var á gangi einn daginn og sá 11 ára strák, strákurinn hét Úlfur. Úlfur hugsaði ekki eins vel um náttúruna og Frú Endurvinnsla gerði. Frú Endurvinnslu brá í brún þegar hún sá að Úlfur henti skyrdalli á grasið og trén. Frú Endurvinnsla gekk til Úlfs og skammaði hann. Úlfur varð svo hræddur að hann snerti ekki grasið aftur.

Guðrún Helga Darradóttir, 11 ára.

--- o ---

1. Ganga vel um.

2. Ekki henda rusli úti.

3. Reyna að stoppa það sem býr til mengun.

Ísak Richards, 11 ára.

--- o ---

1. Allir eiga að hætta að henda rusli í jörðina.

2. Ekki labba alltaf á grasinu.

3. Henda rusli í ruslafötur.

4. Allt sem er hægt að endurvinna á að fara í endurvinnslu sorpuna.

5. Kaupa rafmagnsbíl, hinir bílarnir menga sólkerfið, dýrin, loftið og okkur.

6. Passið ykkur því að trén eru ekki endalaus - ekkert er endalaust. Hættið því að höggva svona mikið af trjám.

Rakel Hlynsdóttir, 11 ára.

--- o ---

Þau eru að reykja,

hættu að reykja þennan nikótínkúk!

Ég fer út og kaupi bíl,

ég hendi bílnum og kaupi fíl.

Ég finn rusl, tek það upp,

geng í bæinn

og ég er aðalgæinn.

Kristleifur Óskar Stefnisson, 11 ára.

--- o ---

1. Passa að það sé ekki rusl í náttúrunni.

2. Ekki kasta sígarettum úti, takið þær upp.

3. Ekki kasta dósum í náttúruna - frekar í Sorpu.

Eygló Ibsen Valsdóttir, 11 ára.

--- o ---

Ég ætla að fara í bað, vera hreinn eins og teinn.

Taka upp rusl - ekkert busl.

Segja fólki að hætta að reykja.

Leggst í jörðina og tek upp tyggjó - því ég er jó!

Fara í strætó annars mengar. Bílar menga.

Hundar kúka og gera vonda lykt, ég steig á vigt.

Ó, nei - ég er 100 kíló!

Fer að sópa, safna í hópa.

Finna stelpu hreina, við förum á lestarteina.

Sævin Alexander Símonarson, 11 ára.

--- o ---

1. Ekki henda rusli á götuna.

2. Ekki henda sígarettum á götuna.

3. Notaðu ruslatunnu.

Gabríela Íris Ferreira, 11 ára.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband