2.12.2011 | 11:31
Kassettuskúlptúr
Hvað á að gera við allar gömlu kassetturnar? Hér er dæmi um verkefni sem gaman er að vinna með börnum...
Efni:
- Tréplatti (mdf eða krossviður)
- Sandpappír
- Málning
- Kassettur
- Málning
- Blöð (um að gera að nýta blöð sem búið er að ljósrita á öðru megin)
- Lím (allt í lagi að nota trélím)
Áhöld:
- Málning
- Penslar
- Blýantur
- Skæri
Aðferð:
- Kantar og horn tréplatta rúnað af með sandpappír
- Gat borað svo hægt sé að hengja myndina upp
- Platti málaður
- Útlínur eða skuggamynd dregin upp á blað og klippt út - lagt yfir tréplatta og útlínur teiknaðar á hann
- Kassetta límd neðst á tréplattan, borðinn dreginn út og límdur yfir blýantsstrikin. Gott að nota eyrnapinna, tannstöngul eða mjóan pensil til að bera trélím á plattann
Sjá fleiri myndir: Kassettuskúlptúr
Góða skemmtun :-) kveðja, Frú Endurvinnsla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.