Jólamerkispjöld úr skyrlokum

Auðvelt og fallegt á jólapakkana

 

 

1gyoro.jpg

 


 Efni:

  • Lok af skyrdósum, drykkjarjógúrtum og fl.
  • Hvít acrylmálning
  • Glær glimmermálning (má sleppa)
  • Pallíettur eða annað skraut
  • Svart og appelsínugult karton
  • Uhu -L ím
  • Svartir "punktalímmiðar" - má sleppa og mála andlit í staðinn

 

Áhöld:

  • Skæri
  • blýantur
  • Penslar
  • Permanett tússpenni

 

Aðferð:

  1. Skyrlokin eru þrifin og máluð með hvítri andlistmálningu.
  2. Gulrótarnef er klippt út úr appelsínugulu kartoni og pípuhattur úr svörtu.
  3. Hattur og nef límt á  
  4. Pallíettur eða annað skraut límt á hattinn
  5. Svartir punktalímmiðar notaðr í augu og munn en einnig er hægt að nota tréendann á pensli (skaftið)  til að stimpla með svartri málningu kringlótta punkta. 
  6. Glært glimmerlakk málað yfir snjókarlinn - má sleppa en punktalímmiðarnir eiga það til að losna ef ekki er lakkað yfir í lokinn.
  7. Á bakhlið snjókarlsins er skrifuð jólakveðja með permanett tússpenna.

 

Börn að föndra snjókarlamerkispjöld

 

Góða skemmtun - með kveðju, Frú Endurvinnsla


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband